Heimsins bezta bull

29 janúar 2003

Það var ekki að spyrja að því... Jóhannes Karl er nú þegar búinn að umbreyta Aston Villa í "skemmtilegt" lið. Skoraði í sínum fyrsta leik beint úr aukaspyrnu af 35 m færi eins og honum er einum lagið, til hamingju með það. Eiður Smári var ekki síðri, að með skilst, skoraði eitt glæsilegasta mark leiktíðarinnar, ef marka má íslenska fjölmiðla, með bakfallsspyrnu...og auðvitað missti ég af leiknum þar sem ég var í vinnunni til klukkan 22. Get bara ekki beðið eftir ensku mörkunum á Sýn. Í kvöld hefst svo fjörir fyrir alvöru hjá "Strákunum okkar" í Portúgal þegar þeir mæta pólverjum á HM í handbolta, nú er að duga eða drepast...Ekki síður er að duga eða drepast hjá "Strákunum okkar" í bítlaborginni þar sem Liverpool mætir núverandi meisturum Arsenal. Nú er næsta skref að krjúpa á kné og biðja um sigur "Strákanna okkar" í þessum mikilvægu leikjum því mín spá er sú að "þeir" muni ná langt ef sigur vinnst. ÍSLAND vinnur með 3-4 mörkum og Liverpool vinnur 3-1...hef reyndar spáð Liverpool 3-1 sigrum undanfarið sem því miður, hafa ekki gengið eftir en nú er mál að linni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home