Heimsins bezta bull

30 janúar 2003

Mér leist ekkert á blikuna í hálfleik í leik Íslands og póllands í gær. Staðan var 17-14 pólverjum í vil. Til að létta okkur lundina kom lýsandin með snilldar gullkorn...hann sagði: "Við megum ekki gleyma því að pólverjar eru með mjög gott lið" Og það var ekki sökum að spyrja. Það var eins og pólverjar hefðu vaknað í miðjum draumi og hugsað "ha við, með gott lið? neeeei..." Enda varð 7 marka sveifla í síðari hálfleik þar sem Ísland vann nokkuð öruggan sigur 33-29. Í kvöld er svo loka leikurinn í milliriðlinum á dagskrá; Ísland-spánn...svo mikil er tilhlökkunin hjá yfirmönnum fyrirtækisins Skúlason ehf, kvöldvinnuveitanda mínum, að þeir gáfu öllum starfsmönnum frí í kvöld. Takk fyrir það og Áfram ÍSLAND...

Liverpool átti líka bara ágætis leik á móti Arsenal í gær...gerðu jafntefli 2-2 þar sem "Jón Árni Risi" og Heskey skoruðu mörkin fyrir Liverpool. Arsenal komust reyndar yfir á 8. mínútu þegar Pires skoraði eftir ágætis leikfléttu þeirra Bergkamps og Henry en "Jón Árni Risi" jafnaði metin með mögnuðu skoti...Þegar Heskey jafnaði á 91 mínútu varð allt vitlaust á Hofsvallagötu 19 þar sem voru saman komnir 2 Liverpool-og 2 man u aðdáendur...Hef mikla trú á mínum mönnum, vinnum þrefallt í ár (FA Cup, Worthington Cup og UEFA Cup) og náum meistaradeildarsætinu aftur...

Víkjum nú kvæði í kross því ég verð aðeins að tala um kvöldvinnuna mína hjá Skúlason ehf. Hún fellst í því að svara innhringingum frá fyrirtækjum, Aðallega Fréttablaðinu og BT, og hringja út til fólks, þá aðallega kannanir ýmiss konar og fleira í þeim dúr. Í augnarblikinu er ég að vinna fyrir Lífeyrissjóðinn Framsýn, að bjóða fólki að ganga frá viðbótar lífeyrissparnaði, eitthvað sem allir ættu að ganga frá sem fyrst til að fá mótframlag frá atvinnurekanda-og ríkinu. Í 99% tilfella tekur fólk, sem ég tala við, mjög vel í þessi mál...vilja fá sendan samning eða ganga frá málunum seinna (því stór hluti sem við hringjum í eru nemar) eða segir kurteisislega; Nei takk hentar ekki núna vegna frjárhagserfiðleika o.s.frv. Síðan er þetta 1% sem snappar í símanum og spyr hvurn djöfulinn maður sé að ónáða sig. Lennti einmitt í einum svoleiðis á þriðjudaginn...og vá, sá varð brjálaður. Ég vorkenni svona fólki, sem getur ekki haldið stjórn á sér í síma, talandi við fólk sem vill bara gott og er að kynna þeim þann rétt að ganga frá viðbótar lífeyrissparnaði...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home