Heimsins bezta bull

19 júní 2004

Mikið í gangi þessa dagana...Aðallega samt EM í knattspyrnu...Hef reynt að horfa á a.m.k. einn leik á dag (pýni bara kærustuna til að fylgjast með líka :) )...Enda er svona knattspyrnuveisla aðeins á boðstólnum á 2-ára fresti (EM-HM).

Verst hvað lýsarnir hjá RúV eru arfaslakir...(Geir Magnússon skástur að mínu viti). Einnig finnst mér skylda RúV að vanda til þess hverja þeir fá til sem aðstoðar-lýsendur...Það er ekkert leiðinlegra en að hlusta á of hlutdræga lýsingingu hvað þá lýsendur sem greinilega er mjög illa við annað liðið...

Hef enn fulla trú á Portúgölum...en þeirra bíður þó verðugt verkefni á morgun...Að slá út Spánverja.

En nóg af fótbolta...og yfir í tónlist...

Þessa stundina er tónleikasumarið hálfnað (hvað mig varðar)...

*Korn-tónleikarnir voru geðveikir...Miklu betri en ég þorði að vona.
*Starsailor-tónleikar á Nasa bættust óvænt við og voru einnig tær snilld...Ótrúlegt hvað "skakkir" tónlistarmenn geta "performað" vel!

Næsta fimmtudag (24.6.2004) verða svo Deep Purple tónleikarnir í Laugardalshöll...og þann 4.júlí verða stórtónleikar Metallica í Egilshöll...Mikil tilhlökkun þar!!!

En nóg af tónlist og yfir í kvikmyndir...

Mæli með tveimur góðum: Evolution...var að fjárfesta í henni á DVD-mixi...snilldarmynd...einhver bezta Shampoo auglýsing ever!

Og svo kom sænska myndin Evil...(Ondskan) skemmtilega á óvart...fín mynd þar á ferð.

Nóg í bili....


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home