Heimsins bezta bull

01 júní 2004

Síðasta föstudagskvöld var mér og kærustunni boðið í bíó (takk Skúlason)...Á The Day After Tomorrow...Fannst hún bara fín...Smá væl á köflum en fínar tæknibrellur. Gerði mest lítið á laugardeginum...annað en að bíða eftir landsleik og tónleikum daginn eftir...Landsliðið tapaði svo auðvitað fyrir Japönum 2-3 í skemmtilega grófum leik miðað við að um æfingaleik var að ræða (Um að gera að hræða aðeins Englendingana svona rétt fyrir EM :) )...Svo var loksins komið að stóru stundinni...Korn-tónleikarnir.

....ÞVÍLÍKIR SNILLDARTÓNLEIKAR....

Fyrir utan upphitunarbandið sem var vægast sagt einstaklega lélegt...Aðalefni tónleikana var efni af nýjasta disknum "Take a look in a mirror" en slagarar á borð við "Blind" og "Falling away" fengu sem betur fer að sigla með...Alltaf gaman af tónleikum þegar gæsahúðin festist á manni allan tíman...SNILLD...

Nú er bara að telja dagana að Deep Purple tónleikunum og að sjálfsögðu METALLICA tónleikunum! Fjárfesti reyndar rétt áðan í þremur miðum á Starsailor...sem munu spila á NASA 11. júní...Gaman af því

Yea baby yea...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home