Heimsins bezta bull

27 febrúar 2005

Hversu ljúft það er að vera á nýjum bíl... :)

En nóg um það...Ég verð að viðurkenna eitt...Ég er líka Idol-nörd...Held ég hafi séð alla þætti af íslenska Idolinu...Enda um mjög skemmtilegt sjónvarpsefni að ræða :D

Síðastliðinn föstudagsþáttur var algjör snilld! Hef frá upphafi verið mikill aðdáandi Davíðs Smára... Og hef haldið því fram frá byrjun að hann muni vinna þessa keppni...

Framganga hans síðan beinu útsendingarnar hófust hefur verið hreint stórkostleg...og náði hún hámarki á föstudagskvöldið var...Í samsöngnum var hann mjög óöruggur enda um frekar einkennilegt lag að ræða ("Loco-Motion")... Fyrir hlé söng hann svo Steve Wonder slagarann "Signed, sealed, delivered I'm yours" af tærri snilld...Eftir hlé náði þó kvöldið hámarki þegar hann söng óaðfinnanlega "Perfect Day" eftir Lou Reed. Ég tel að þetta hafi verið einn besti "live" flutningur á lagi sem ég hef nokkurntíman heyrt...Átti svo sérstaklega vel við á þessum tímapunkti...Hugsa að hann hafi fengið a.m.k. 70% atkvæða kvöldsins...Til hamingju Davíð :D

Því miður missi ég af næsta þætti...Verð staddur í Kaupmannahöfn í árshátíðarferð Málningar...Hugsa að Heiða detti út næst og baráttan muni standa á milli Hildar Völu og Davíðs Smára þann 11 mars næstkomandi...Tveir uppáhalds keppendurnir mínir...þetta verður svakalegt kvöld sem enginn má missa af!

En yfir í allt annað...ekki síður mikilvægt. Á eftir fer fram úrslitaleikur Worthington-bikarsins á milli Liverpool og Chelsea. Ég hef þægilega tilfinningu fyrir þessum leik en til að gulltryggja þetta ætla ég að skreppa á www.1x2.is og tippa á Chelsea sigur... :P

Góðar stundir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home