Heimsins bezta bull

08 mars 2005

Var í Kaupmannahöfn um síðastliðna helgi; Árshátíðarferð Málningar. Flugum út á föstudagsmorguninn og komum aftur á sunnudagskveldið. Ferðin heppnaðist í alla staði mjög vel. Frábært hótel, góður matur...Strikið er langt og borgin ósköp fín bara. Lennti meira að segja í al-dönsku partýi í niðurnýddu fjölbýlishúsi á föstudagskveldið...

Það merkilegasta sem ég áttaði mig á í þessari ferð er að danskur Tuborg er mun betri en sá íslenski...

Lét taka upp Idolið og horfði á það á sunnudagskveldið...Davíð datt út... sem kemur svosum ekkert mikið á óvart...Tveir bestu söngvararnir standa eftir og eftir að hafa farið yfir flutning þeirra í keppninni hingað til á www.idol.is tel ég að Hildur Vala vinni þetta nokkuð örugglega næsta föstudag...

Kemur í ljós...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home