Heimsins bezta bull

24 maí 2005

Fór á Star Wars Episode III: The revenge of the Sith í gær í Lúxussal Smárabíós...

Mjög góð mynd...Mun betri en Ep. I og II og nær að tengjast ágætlega við Ep. IV

Á morgun er leikur ársins...Hef góða trú á hagstæð úrslit...Ekki enn ráðið hvar skal horfa...

Fyrsti valkostur væri að nota nýju græurnar hans Halla Bumbu...Er mjög bjartsýnn á að sú verði raunin...

Annar valkostur er að þrýsta á Balvin, framkvæmdastjóra Málningar (og mikill Liverpool aðdáandi í þokkabót :) að hann sýni leikinn á breiðtjaldi í matstofunni...

þriðji og versti valkosturinn er að bregða sér á sport-pub...

-------------------

Vil nota tækifærið og óska þremur vinum til hamingju með þrjá mismunandi áfanga í lífinu:

Tommi (og Rúna): Hjartanlega til hamingju með strákinn...

Sössi: Til hamingju að vera búinn að fá inngöngu í Den Grafiske Höjskole...

og síðast en ekki síst...Ægir: Til hamingju að vera búinn með síðasta prófið...Orðinn Tölvunarfræðingur eftir nokkrar vikur...Hverjum hefði dottið það í hug fyrir nokkrum árum :S :)


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home