Heimsins bezta bull

11 júlí 2005

Þessa dagana er gaman að vera Liverpool-aðdáandi :)

Fullt af nýjum athyglisverðum leikmönnum komnir í klúbbinn, enn fleiri mjög sterkir leikmenn orðaðið við klúbbinn...á meðan "ruslið" fær ekki nýja samninga...

Gerrard og Carragher búnnir að skrifa undir samninga til 2009...Getur ekki annað en styrkt klúbbinn enn frekar.

Ég tel að megin ástæða þess að Gerrard ákvað að vera áfram sé koma Luis Figo til félagsins...enda um algjöran snilling að ræða, sem getur ekki annað en bætt standard klúbbsins enn frekar...þ.e. ef Real vill sleppa honum fyrir slikk. Kemur vonandi í ljós á næstu dögum :)

En yfir í allt annað...Sumarmyndir bíóanna hafa verið með besta móti. Vertíðin byrjaði með "Batman Begins" sem er þrælskemmtileg ræma, þar á eftir var það "War of the Worlds" Mögnuð mynd, mæli sérstaklega með því að sjá hana í A sal Laugarásbíós...Greinilega búið að koma fyrir hátölurum undir sætunum sem nýta sín mjög vel í mesta hasarnum :) ...

Í gær var það svo "Sin City" Sem ég leyfi mér að segja að sé ein besta mynd þessarar aldar...Algjör snilld, Mjög brutal, kómísk og bara mögnuð á allan hátt...

Jæja nóg í bili...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home