Heimsins bezta bull

05 mars 2006

Ég missti mig aðeins í gleðinni á föstudaginn. Fjárfesti þá í nýrri fartölvu (Toshiba frá Tölvulistanum) og keypti auk þess "notað" járnasett.

Var alltaf búinn að ákveða að fjárfesta í nýju setti enda 30 ára Slazenger kylfurnar hans pabba orðnar ansi lúnar :/ Fékk þennan fína Titleist golfpoka í afmælisgjöf síðasta haust þ.a. ég hafði hugsað mér að finna Titleist járnasett í stíl. Byrjaði á HoleinOne. Þeir áttu notað Titleist 762 sett sem leit reyndar alveg skelfilega út og verðmiðinn 25þ kr. Fór því næst í Golfbúðina Hafnarfirði. Þeir áttu notað Titleist 990 sett. Leit betur út en 762 en þá fékk sölumaðurinn þá hugmynd að sýna mér flottasta notaða settið í búðinni (að hans sögn)... Um var að ræða King Cobra Forged CB kylfur. Sá sem keypti kylfurnar upphaflega hafði sérpantað þær frá Bandaríkjunum, spilaði svo 18 holur þarna úti, líkaði ekki kylfurnar og setti þær strax í sölu aftur :S. Verðmiðið 46þ kr (upphaflega >90þ kr). Ég bara varð að kaupa þær :)

Fór svo í Bása í gær til að prófa gripina og já, ég held að sá sem keypti þær upphaflega sé eitthvað verulega smámunasamur... Frábærar kylfur :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home