Heimsins bezta bull

15 mars 2006

Nú er Fabian mín loksins orðin ökufær aftur...og reikningurinn: ~85.000 kr.

Það þurfti að:
*skipta um kúplingu.
*laga vatnskassann
*Kerfisskoða vélina (90.000 km athugun)
*skipta um bremsurofa (eitthvað útaf EPC varúðarljósi.)

En núna hagar bíllinn sér sem nýr, vona að það endist eitthvað fram á sumar :S

Síðan ég fékk þennan blessaða bíl hefur hann þrisvar lennt á verkstæði. Fór fyrstu 2 skiptin á bílaverkstæðið Betri Bílar í Skeifunni. Þær tvær viðgerðir kostuðu samtals ~150.000 kr

Fór núna síðast til Bílson í Ármúlanum. Hugsa að ég haldi mig við þá hér eftir. Síðasta viðgerð var líklega sú viðamesta hingað til, samt kláruðu þeir þetta á rúmlega 8 tímum, á meðan bíllinn var í bæði skiptin um 2 sólarhringa á hinum staðnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home