Heimsins bezta bull

30 janúar 2003

Einn góður kunningi minn og bílstjóri, Guðmundur Svansson, er ekki mikill íþróttaáhugamaður. Hins vegar eiga stúdentastjórnmál (og önnur stjórnmál) hug hans allan. Þó sérstaklega nú um mundir þar sem, að mér minnir, aðal kosningabaráttan í Háskóla Íslands er að hefjast. Aðal stjórnmálaöflin þar eru, Vaka (þann flokk styður Mundi, eins og hann er yfirleitt kallaður) og Röskva. Aldrei hef ég nú verið mjög stjórnmálalega sinnaður og fylgdist lítið með þessum "stjórnmálaöflum" innan Háskólans þegar ég, eitt sinn, "lagði stund á" verkfræði þar fyrir nokkrum árum. Samt nýtti ég nú minn kosningarétt eins og allfæstir aðrir innan háskólans. Aðferðin mín til að velja á milli þessara "afla" var mjög skemmtileg. Valdi einfaldlega það "stjórnmálaafl" sem innihélt fleiri sætar stelpur, miðað við öll þau veggspjöld sem hengu útum allar trissur innan veggja skólans. Ef ég man rétt þá varð Vaka fyrir valinu á mínum háskólaárum. En alla veganna gangi þér vel í "kosningaslagnum" sem framundan er Mundi minn...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home