Heimsins bezta bull

06 maí 2003

Jæja...senn líður að kosningum og þar af leiðandi lág leiðinn til Sýslumannsins í Reykjavík til að kjósa utankjörstaðar. Þegar í kjörklefann var komið biðu eftir mér forláta stimplar með listabókstöfum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til Alþingis. Að sjálfsögðu valdi ég réttan stimpil en saknaði ég þess þónokkuð að hafa ekki nöfnin á frambjóðendum flokkanna á kjörseðlinum...Hefði ég til að mynda kosið Sjálfstæðisflokkinn hefði ég að sjálfsögðu strikað yfir Sturlu Böðvarsson. Í kosningunum 1999 var hægt, að mig minnir, að strika yfir þá frambjóðendur sem manni væri illa við. Kannski er þetta öðruvísi með utankjörfundaratkvæði...En alla veganna er atkvæðið mitt þessa stundina á leiðinni til Sýslumannsins á Blönduósi og mun vonandi nýtast vel til að fella núverandi ríkisstjórn á laugardaginn...

Arsenal tókst að klúðra sínum málum á sunnudaginn á móti Leeds...tvöföld gremja þar...Man Utd. vann þar af leiðandi deildina og Leeds bjargaði sér frá falli...Til hamingju þið þarna Man Utd. og Leeds aðdáendur. Nú er bara að vona að Chelsea sýni sýnar verstu hliðar á móti Liverpool um næstu helgi og tryggi Liverpool þar með síðasta meistaradeildarsætið.

Að lokum fær Jón "Merides" hrós fyrir síðustu spurningu í spurningakeppninni góðu...Hún rifjaði upp þrjá góða framhaldsþætti sem RÚV mætti alveg fara að endursýna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home