Heimsins bezta bull

22 apríl 2003

Stutt vinnuvika, sem er gott. Kom heim frá heimahaganum eftir rólega, matarmikla og skemmtilega dvöl. Fór meðal annars 3 sinnum í sund, á leiksýningu, á trúbadorakvöld, í skírnarveislu, borðaði yfir mig af hátíðarmat og páskaeggjum og hitti Tomma Daníels tvisvar á þremur dögum sem telst til tíðinda...

Liverpool stóð fyrir sínu um helgina...Sigruðu Everton 2-1 á laugardaginn, þar sem Owen og Murphy skoruðu stórglæsileg mörk. Og Charlton 2-1 í gær þar sem Hyypia og Gerrard skoruðu 2 mörk á síðustu 5 mínútunum. Fékk mjög skemmtilegt sms kl. 15.46 frá Tomma Bumbuþar sem hann sagði að Liverpool myndi aðeins keppa í UEFA cup á næstu leiktíð...Vona innilega að það boð hafi verið sent þegar staðan var 0-1 fyrir Charlton ;)

Á morgun verður nóg að gera enda síðasti vetrardagur...Að vanda hefst vinnan klukkan 08.00...En síðan skilst mér að fótboltinn hafi verið færður til 17.30...En aðal fjörið hefst svo klukkan 19.30 í höfuðstöðvum Málningar þar sem grillað verður dýrindis kjöt og drukkinn bjór eitthvað frameftir til að fagna vorkomunni...er ekki lífið yndislegt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home