Heimsins bezta bull

03 apríl 2003

Ekki er öll vitleysan eins. Pepsi, í samvinnu við 70 mínútur, eru byrjaðir með nýjan leik sem fellst í því að safna 100 poppkortum. Ég kannaði málið núna áðan með því að skrá mig á www.poppkort.is. Aðallega til sjá hvað væri í vinning... Og í aðallvinning er "ÓGLEYMANLEG TÓNLEIKAFERÐ Á HLJÓMLEIKA MEÐ BLUE Í FYLGD FLOTTUSTU POPPARA ÍSLANDS" Svo fylgir víst GSM sími og eitthvað af snakki og Pepsi með í kaupbæti. Ég missti áhugann...Á skráningarsíðunni var skilyrði að velja uppáhaldshljómsveit...og var aðeins hægt að velja um: Írafár, Igor, Búdrýgindi, Á móti sól og Í svörtum fötum...Ansi fjölbreytt val það...Það væri svosum allt í lagi ef þessi poppkort myndu fylgja 0,5 lítra Pepsiflöskunum (þ.e. þeir sem hefðu áhuga á að safna þeim myndu einfaldega biðja um þau)...en nei...það þarf að kaupa þau sérstaklega...Algjört hneiksli og peningaplott...liggur við að maður hætti að drekka Pepsi í mótmælaskyni...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home