Í nótt hófst hið svokallaða frelsisstríð Bandaríkjamanna gegn Saddam Hussein, forseta Íraks. Og samkvæmt nýjustu fréttum er ætlun Bandaríkjahers að reyna að sprengja Saddam í loft upp ásamt synum hans og nánasta samstarfsfólki, en reyna að valda öðrum Írökum sem minnstum skaða. Þetta ætla þeir að reyna í nokkra daga áður en þeir grípa til "örþrifaráða" þ.e. allsherjarloftárásir á Írak. Mjög einkennilegt stríð að mínu mati...og þar að auki mjög hættulegt. Í alþjóða samfélaginu hefur stríðið nær engan stuðning, fyrir utan stuðningsyfirlýsingar þeirra ríkja sem hvað mest stóla sig á Bandaríkjamenn, m.a. stuðningsyfirlýsing íslenskra stjórnvalda...sem virðist við fyrstu sýn vera samin eingöngu af forsætis-og utanríkisráðherra landsins. Þessi vinnubrögð eru að pirra mig mjög mikið þessa stundina. Það vita allir að 80-90% landsmanna eru alfarið á móti stríði. Samt er gefin yfirlýsing frá stjórnvöldum, án samráðs við Utanríkismálanefnd, um að íslenska ríkið styðji aðgerðir Bandaríkjamanna...Eitthvað mjög rotið í gangi þarna. Og er ég algjörlega sammála Steingrími J. Sigfússyni að um hneyksli sé að ræða. Seint mun ég þó telja mig Vinstri-grænan...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home