Heimsins bezta bull

12 mars 2003

Í gær hlóð ég niður (eins og makka-eigendur myndu orða það) nýju Betaútgáfunni af CM4. Um 29.9 mb voru að ræða en hún var vel þess virði. Nýja lúkkið fór mjög vel í mig. Haldið fast í þær góðu breytingar sem gerðar voru á milli CM2 og CM3 útgáfanna en í leiðinni allt endurhannað á mjög skemmtilegan hátt. Spennandi að vita hvað Sössa Bumbu, Makkaranum og Meridesi finnist um nýju útgáfuna enda um svokallaða "CM-fíkla" að ræða (ekki illa meint, ég er ekkert skárri sjálfur)... Næsta skref hjá mér er að athuga hvort IBM thinkpad tölvan mín (400 mhz, 96 mb í vinnsluminni) ráði við leikinn, þá fyrst verð ég ánægður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home