Heimsins bezta bull

28 febrúar 2003

Liverpool komst áfram í UEFA bikarnum með því að sigra Auxerre 2-0 á heimavelli í gær...Mæta Celtic í 8-liða úrslitum. Vægast sagt spennandi tímar í boltanum framundan. Fjörið byrjar á Sunnudaginn þegar við mætum Man U í úrslitum deildarbikarkeppninnar...vinnum þann leik 3-1.

Svona í tilefni dagsins óska ég svo Munda kærlega til hamingju með þennan glæsilega smölunarsigur í háskólakosningunum sem fram fór í gær. Vaka náði víst að halda meirihlutanum sem hlýtur að teljast gott.

Svo vil ég óska Merides til hamingju með mjög góða spurningu í spurningakeppni vikunar...sem er að verða vægast sagt mjög spennandi. Búinn að grafa upp 7 myndir af 10...

Þar sem bíóverkfallið er búið stefni ég að því að fara á The Ring á laugardagskvöldið...skilst að um góða spennumynd sé að ræða...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home