Heimsins bezta bull

17 febrúar 2003

Góðan daginn landar. Helgin fokin í burtu með sínu júróvísíon væli og alvaran tekin við. Því miður vann Botnleðja ekki enda hefði þurft kraftaverk til að slá Birgittu Haukdal, fyrrverandi bekkjarsystir, út af laginu. Í fréttatíma sjónvarpsins í gær var fólkið í ræktinni spurt um álit og hitti einn naglan á höfuðið þegar hann sagði að það hefði verið nóg fyrir Birgittu að syngja Atti katti nóa til að vinna, slíkar eru vinsældir hennar hjá yngri kynslóðinni. En talandi um bekkjarsystkini, því til mín var að berast bréf frá Húsavík þar sem mér var boðið að taka þátt í bekkjarglensi árgangs 1979 til að fagna 10 ára fermingarafmæli, nú í sumar...Verður sú ferð mjög áhugaverð í alla staði. Því bekkjarfélagar mínir á Húsavík voru á margan hátt mjög skrítnir en samt lang flestir mjög skemmtilegir...Svo tala Húsvíkingar svo fallega íslensku. Hef sjálfur orðið frekar linmæltur í seinni tíð...sérstaklega vegna mikils þrýstings frá ákveðnum sérkennilegum mannverum frá Hvammstanga sem gerðu óspart gis af Húsvískunni minni í æsku, nefni engin nöfn en þeir taka það til sín sem eiga.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home