Heimsins bezta bull

10 febrúar 2003

Sem betur fer stóð "the uberwagon" fyrir sínu og ferjaði okkur af miklu öryggi, þrátt fyrir þæfingsfærð, á föstudagseftirmiðdaginn til heimahaganna á Hvammstanga. Þar beið líka þessi fíni steikti kjúlli með sósu og hrísgrjónum að hætti mömmu, enda ekki vanþörf á eftir "erfitt" ferðalag...Daginn eftir var vaknað uppúr kl. 12 og horft á enn einn hundleiðinlega Liverpoolleikinn sem, eins og vanalega, endaði ekki vel...1-1...Þá hófst mikil og góð bið eftir hinu árlega þorrablóti...Sem byrjaði uppúr klukkan 21...Þorramatur var snæddur af beztu list...þar á meðal hrútspungar, sem ég var manaður til að smakka...og voru þeir bara ágætir, þannig séð...Svo var drukkin bjór og hlustað á veislustjóra flytja dýrindis brandara að hætti hússins...allt þar til Skúli sveitastjóri mætti á svæðið og hóf þorrablótsannálinn. Stóð hann sig með prýði sem sögumaður ...Byrjað var á því að fara yfir kosningarúrslit síðustu sveitastjórnarkosninga með mjög svo gamansömu ívafi, þar á eftir óx gamansemin jafnt og þétt þar til hún náði hámarki í lokin þegar sonur sæll mætti í fullum skrúða sem Dorit "Fúsajeff" í atriði þar sem stólpagrín var gert af heimsókn forseta vorum til Húnaþings Vestra síðastliðið sumar...Í einu orði sagt var þorrablóts annállinn "Algjör snilld" þetta árið og er ég strax farinn að hlakka til næsta þorrablóts...Eftir annálinn voru svo borðin rýmd í salnum og hljómsveitin Karma hóf rausn sýna og spilaði sín 6 lög, með reglulegu millibili, til að ganga 04 næsta morgun...

Á sunnudeginum var vaknað um 13 og beið þá dýrindis lambalæri með öllu tilheyrandi að hætti mömmu...klukkan að verða 15 vöru svo borðaðar pönnukökur að hætti ömmu, svona rétt áður en haldið var af stað til Reykjavíkur, og ekki var að spyrja að því, því þar beið okkar lambahryggur að hætti tengdó...Um kvöldið var svo "spikið" hlaupið af sér í ágætis fótboltaleik í sporthúsinu, enda veitti ekki af...

Well, bezt að fara að vinna...

en svona rétt í lokin; Þessi slær kannski ekki "Dorit Fúsajeff" við en hún er ansi nálægt því...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home