Heimsins bezta bull

05 febrúar 2003

Hvað er með þessa hláku sem átti að koma, var kominn út í bíl kl. 07.35 í morgun og það var hríð og það í vesturbæ Reykjavíkur, sveiattan...en alla veganna komst torfærubíllinn minn í vinnuna og hér sit ég enn og aftur og bulla sem mest ég má...Talandi um vinnu, Í kvöldvinnunni minni hjá Skúlason ehf svörum við innhringingum frá BT, og mikið voðalega er sumt fólk skrítið sem hringir...Í gær t.a.m. hringdi unglingur og fór að spyrja um fartölvur. Hans eindrægna ósk var að eignast gráa fartölvu með hvítu lyklaborði...hún þurfti líka að vera öflug svo hún gæti spilað alla leikina hans...þar á eftir fór hann að þilja upp alla þá leiki sem hann átti...mjög skrítið símtal sem tók á milli 5-10 mínútur...þurfti meðal annars þrisvar að benda honum á að það væri nú bara best fyrir hann að skreppa sjálfur niður í Skeifu til að skoða úrvalið...en þá endurtók hann að tölvan þyrfti að vera grá með hvítu lyklaborði...Ég var að verða mjög pirraður en á endanum samfærðist hann, guð sé lof...

Þar sem ég var í vinnunni í gær missti ég því miður af laginu hans Alla og Co, sem er í þessari 15 laga forkeppni og var víst frumflutt í gær, heitir "Sá þig"...Skilst að það hafi bara verið mjög gott.

Verð aðeins að tala um þetta Eiðs Smára mál...þeir á Fótbolti.net virðast hafa þýtt þetta fræga viðtal sem birtist í Sunday Mirror í upphafi vikunnar, og ef um rétta þýðingu er að ræða samfærðist ég algjörlega hversu mikið rusl blað Sunday Mirror er...Það kemur okkur bara alls ekkert við þó að Eiður eigi í einhverjum persónulegum vandamálum, sé haldandi framhjá o.s.frv...hann er nú bara mannlegur og gerir sín mistök, býst við því að um það bil 20% af viðtalinu sé sannleikur...Hvað fá bretar og aðrar "gróur á leiti" uppúr því að tönglast á þessu, ég bara spyr.....

Jæja, bezt að fara að gera eitthvað í þessari blessuðu vinnu minni...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home