Góðan daginn landar...Ný vinnuvika hafin sem verður væntanlega fljót að líða þar sem þorrablót er um næstu helgi...Íslenska landsliðið í handbolta stóð sig með ágætum þegar þeir unnu Júgóslava í gær og enduðu í 7. sæti sem hlýtur að teljast mjög ásættanlegt, markmiðið fyrir mótið náðist, þ.e.a.s. ólympíusæti...Liverpool vann líka í gær, unnu slappt lið West ham 3-0 og allt á uppleið hjá mínum mönnum...Mæli eindregið með spurningakeppni Jóns Ívars, sem er vægast sagt mjög fjölbreytt...Hápunktur vikunnar er hins vegar upphaf sýninga á framlögum Íslands til Júróvísíon keppninnar. Hef þegar ákveðið með hverjum ég held þ.e. með Botnleðju, (Hef reyndar ekki heyrt lagið en það hlýtur að vera gott) og laginu hans Alla, (Frétti það í gær að hann hefði komist í gegn með lagið; "sem ég er ekki búinn að heyra, né veit hvað heitir ennþá")...Mikil spenna í loftinu....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home