Heimsins bezta bull

04 febrúar 2003

Mikið voðalega er kalt úti, mest hræddur um að ég sé bara að verða veikur...ekki gott, held samt vonandi heilsu til að fara á þorrablót á laugardaginn. Er þessa stundina í gæðaeftirliti Málningar að láta mér leiðast þar sem hinn rannsóknarmaðurinn skrapp ásamt verkstjóranum og birgðastjóranum í vettvangskönnun til Noregs...gríðarlega spennandi...Þann 20. febrúar verður væntanlega mikið stuð því þá er plönuð árshátíðarferð Málningar til Amsterdam, búinn að redda vegabréfinu en á eftir að fá farseðlana, hvenær sem það nú verður...hlakka alla veganna til, aldrei komið til Amsterdam...Jæja bezt að hætta þessu bulli og fara að vinna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home