Heimsins bezta bull

14 febrúar 2003

Góðan daginn landar, Föstudagur runninn upp, sem er gott mál...og sjálfur Valentínusardagurinn í dag. Er reyndar ekki alveg að skilja þetta auglýsingafár á öllum útvarpsstöðvum þessa dagana varðandi þennan blessaða "dag elskenda." Finnst það hálf asnalegt að taka upp þennan "bandaríska sið" upp þegar við höfum nú þegar bónda-og konudag.

Spennandi dagar framundan í bíómálum vegna "bíóbannsins" sem á víst að vera á milli 13-23. febrúar til að mótmæla verðlagi bíómiðans...Alla veganna ætla ég ekki að fara í bíó...hef reyndar ekki farið í bíó síðan ég sá 8-mile fyrir um mánuði, enda er 800 kall fáránlega dýrt fyrir eina skitna bíóferð...ætti að kosta 600 kall í það mesta. Að mínu mati ættu reyndar að vera númeruð sæti...þ.a. fremstu sætin væru ódýrari en þau sem eru í miðjunni og ofar...auk þess ætti að vera ódýrara í bíó á daginn. Orðin frekar þreyttur á þessum troðningi...sem myndi væntanlega minnka ef sæti væru númeruð...

Var að skoða Fótbolti.net áðan og las frétt um það að Ronaldo væri hugsanlega á leiðinni til Arsenal...vona alla veganna ekki því tilhugsunin um að láta Henry og Ronaldo spila saman er hræðileg fyrir alla áhangendur annarra liða í ensku knattspyrnunni fyrir utan Arsenal. Las líka að Kirkland þarf ekki að fara í uppskurð vegna hmémeiðsla sinna sem er ekkert annað en gott mál...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home