Heimsins bezta bull

18 febrúar 2003

Góðan daginn landar. Var að enda við að senda kvörtunarbréf til Orkuveitu Reykjavíkur út af þessu fjöltengi...internet í gegnum rafmagnstengi...sem ég gerðist áskrifandi af á síðasta ári...


Góðann daginn

Jón Árni heiti ég og er áskrifandi af Fjöltenginu hjá ykkur. Ég fékk mér þessa áskrift í þeirri góðu trú að netið í gegnum rafmagntengi væri komið til að vera... væri framtíðin enda um snilldarlega hugmynd að ræða. Allt gekk mjög vel þessa fyrstu reynsluviku um miðjan október á síðasta ári en en um leið og áskriftin hófst lá leiðin hratt niðrá við...Svo virtist sem tengingin héldi aðeins um 2-3 mínútur þar til hún datt út og skipti þá engu máli í hvaða innstungu var stungið. Ég hringdi í þetta blessaða þjónustunúmer ykkar 5166060 og var gefið beint samband við tæknimann og eftir það skánaði ástandið í 2-3 daga (hvað hann gerði veit ég ekki), þannig hefur ástandið verið allt frá því að ég fékk mér þessa áskrift, sem hefur leitt til þess að "fjöltengismódemið" er mestmegnis geymt undir rúmi ónothæft vegna slæmrar tengingar. Ég hef ekki talið hversu oft ég hef hringt í "þjónustunúmerið" frá því áskriftin hófst, veit bara að það hefur verið oft og er ég orðinn mjög fúll yfir þessu ástandi. Í síðustu viku datt sambandið svo algjörlega, þ.e. ekkert linkljós kom á módemið, í öllum innstungum. Þá hringdi ég aftur í "þjónustunúmerið" og mér var sagt að tæknimenn myndu kanna málið. Síðan þá birtist linkljós á módeminu aðeins í einu herberginu...einmitt í því herbergi sem netið er minnst notað. Nú þætti mér ósköp fínt ef þessu máli verði kippt í lag eitt skipti fyrir öll, á kostnað OR. þ.e. að góð tenging verði í öllu húsinu...annars mun ég skila þessu "fjöltengi" og segja upp áskrift... því að rukka rúmlega 4000 kr á mánuði fyrir nákvæmlega ekki neitt er algjört rán...Heimilisfangið mitt er Hofsvallagata 19, 101 Reykjavík...

Einn sem er að verða ansi pirraður :(


Nú er bara að vona að eitthvað gerist í þessum málum...alla veganna þýðir lítið að hringja í þetta þjónustunúmer þeirra...Eins og þið getið lesið hér að ofan mæli ég alls ekki með þessu fjöltengi...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home