Heimsins bezta bull

19 febrúar 2003

Í gær komu til mín tveir menn á vegum OR, annar stór... hinn lítill, til að athuga fjöltengistenginguna. Komu reyndar klukkutíma of seint sem þýddi að ég var of seinn í kvöldvinnuna. Skyldi þá eftir í höndum kærustunnar og Sössa og dreif mig í vinnuna. Þegar heim var komið um kl. 22 var allt í sama farinu og áður...Tengingin "í lagi" í einni innstungu og ekkert samband í öðrum...Mér skilst að þessir blessuðu menn hafi ekki haft hugmynd um hvað væri á seiði...og komu þar af leiðandi ekki með neinar lausnir á vandamálinu. Sem er ekki gott.

Í morgun sendi ég annað e-mail til OR þar sem ég sagðist vilja vera áskrifandi áfram með tveimur skilyrðum;...svo framarlega sem ég myndi fá GÓÐAN afslátt...og að tengingin yrði í GÓÐU LAGI það sem eftir er...einhverra hluta vegna fékk ég ekki sent reply innan 5 mínútna...og er það ekki enn komið...Gef þeim séns fram yfir helgi áður en næsta skref er tekið...Enda nenni ég ekki að stand í þessu meira í bili þar sem hugurinn reikar mest megnis til Amsterdam um þessar mundir...Brottför þangað rétt fyrir kl 17 á morgun...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home