Heimsins bezta bull

05 mars 2003

Í fréttablaðinu í morgun var fjallað um íslenska júróvísion lagið "Segðu mér allt" sem sigraði með miklum yfirburðum í símakosningu fyrir nokkrum vikum síðan. Bent var á það hversu keimlíkt lagið er öðru lagi eftir Richard nokkurn Marx; "Right here waiting". Í greininni er haft eftir Magnúsi Kjartanssyni að "það væri óðs manns æði að fara með þetta lag í lokakeppnina." Ég yrði fyrstur manna til að fagna ef Botnleðja yrði send til Lettlands í staðinn...en ég efast um að það verði gert. Þó lögin séu keimlík þá eru þau langt í frá eins og þar af leiðandi er engin forsenda fyrir að skipta um lag. Það eru til endalaus dæmi um keimlík lög...Til dæmis eru flest þau lög sem send eru í Júróvísion keppnina týpísk "Júróvísion lög" og er lagið "Seðgu mér allt" í þeim hópi. Því er ver og miður að á Íslandi er fjöldin allur af gelgjum sem nýttu sér GSM símann sinn í þessari símakosningu um daginn...En þetta voru úrslitin og þau munu standa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home