Heimsins bezta bull

18 mars 2003

Einn Bush brandari sem ég rakst á nýverið:

Bush forseti ákvað að setja af stað kynningarherferð, og fara út á meðal
almennings til að bæta ímynd sína og auka vinsældir.

Hann ákvað að byrja á því að heimsækja grunnskóla, svo hann gæti útskýrt
stefnu sína fyrir skólabörnum.

Eftir að hann hafði lokið máli sínu, spurði hann börnin hvort þau hefðu
einhverjar spurningar.

Stevie litli rétti upp höndina og sagði :

"Herra forseti ég hef 3 spurningar.


Númer 1. Hvernig gast þú verið kosinn forseti með minnihluta atkvæða.
Númer 2. Af hverju ætlar þú að ráðast á Írak án þess að hafa ástæðu.
Númer 3. Telur þú ekki að kjarnorkuárásin á Hiroshima hafi verið stærsta
hryðjuverk sögunnar ? "

Áður en BUSH gat svarað hringdi bjallan skyndilega og allir fóru út í
frímínútur.

Þegar þau komu aftur tilbaka inn í tíma, spurði BUSH aftur hvort þau hefðu
einhverjar spurningar.

Þá rétti Earnie litli upp höndina og sagði:

"Herra forseti ég hef 5 spurningar.

Númer 1. Hvernig gast þú verið kosinn forseti með minnihluta atkvæða.
Númer 2. Af hverju ætlar þú að ráðast á Írak án þess að hafa ástæðu.
Númer 3. Telur þú ekki að kjarnorkuárásin á Hiroshima hafi verið stærsta
hryðjuverk sögunnar ?

Númer 4. Af hverju hringdi bjallan 20 mínútum áður en tíminn var búinn.

Númer 5. Hvar er Stevie?"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home