Heimsins bezta bull

31 mars 2003

Mætti halda að ég hafi verið fullur á laugardagskvöldið...hehehe...Annars var þetta nú ósköp afslappað, drukkin ein Carlsberg kippa svona í tilefni dagsins. Þetta laugardagskvöld komst ég að því að fyndni maðurinn væri kominn á fast aftur...Og þannig hefur staðan víst verið hátt í mánuð...aldrei fæ ég að vita neitt. Mætti halda að hann geymi konuna inní skáp...hef alla veganna ekki séð þau saman síðan í partíinu heima þar sem leiðinlegi Húsvíkingurinn kom við sögu.

Mikil gleðitíðindi bárust frá Bretlandi nú í morgun, þ.e. fyrir Leedsara heimsins. Flónið Peter Ritsdale sagði af sér stjórnarformensku. Hlýtur að teljast gott...En spáið í því; hann er búinn að eyða rúmlega 100 milljón pundum í nýja leikmenn undanfarin ár, samt er liðið í bullandi fallbaráttu þessa stundina. Þetta á ekki að vera hægt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home