Heimsins bezta bull

24 mars 2003

Jæja...margt að gerast í heiminum...Bandamenn að átta sig á því að Írakar eru húsbóndahollir og eru byrjaðir að horfa, að hluta til...Á meðan lýsa fréttamenn BBC, og CNN stríðinu eins og stórum kappleik...ætli auglýsingatekjunar fari í að greiða hluta af stríðskostnaði?

En yfir í skemmtilegri mál því Liverpool sigruðu Leeds örugglega 3-1 á sunnudaginn og komust, með hjálp Arsenal, loksins upp fyrir Everton í úrvalsdeildinni...Tveir síðustu leikir Liverpool hafa verið stórskemmtilegir fyrir utan úrslitin í þeim fyrri. Liverpoolmenn eru byrjaðir að spila alvöru sóknarbolta...og Michael Owen er byrjaður að gefa stoðsendingar, gæti það verið betra? Nú stefnum við rakleiðis á 4. sætið og skiljum Everton og Chelsea í reykjarmekki fyrir aftan okkur...Og meigi þeir allir detta niður dauðir sem sögðu að Diouf væri verstu kaup leiktíðarinnar...maðurinn er snillingur sem á bara eftir að verða betri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home