Kærastan átti afmæli í gær. Þess vegna bauð ég henni út að borða. Fórum á veitingastaðinn Austur-Indíafélagið. Góður matur en frekar naumt skammtað miðað við verð. Mæli eindregið með hvítlauksmaríneðuðu kjúklingabringunum.
Það var eitt atriði sem pirraði mig við þennan stað... Það var þjónustan sem er langt í frá að vera "lipur og prófessjónal." Í fyrsta lagi var of löng bið eftir matnum, í öðru lagi var þjónunum greinilega illa borgað þar sem þeir voru eiginlega aldrei á svæðinu og þegar þeir mættu loksins voru þeir frekar fýldir á svip og í þriðja lagi finnst mér hálf fáránlegt að þurfa að tala ensku þegar ég fer út að borða á Íslandi.
En yfir í annað...Í gær opnaðist riðill Íslands uppá gátt þegar Litháen vann Skotland 1-0 á heimavelli...Næsti leikur Íslands er 7.júní á Laugardalsvelli við vini okkar Færeyinga. Sá leikur verður að vinnast.
Hvað er annars málið með Wales? Eru með fullt hús eftir 4 leiki...Hvet alla til að líta á stöðuna í riðlunum á Textavarpinu...
Það var eitt atriði sem pirraði mig við þennan stað... Það var þjónustan sem er langt í frá að vera "lipur og prófessjónal." Í fyrsta lagi var of löng bið eftir matnum, í öðru lagi var þjónunum greinilega illa borgað þar sem þeir voru eiginlega aldrei á svæðinu og þegar þeir mættu loksins voru þeir frekar fýldir á svip og í þriðja lagi finnst mér hálf fáránlegt að þurfa að tala ensku þegar ég fer út að borða á Íslandi.
En yfir í annað...Í gær opnaðist riðill Íslands uppá gátt þegar Litháen vann Skotland 1-0 á heimavelli...Næsti leikur Íslands er 7.júní á Laugardalsvelli við vini okkar Færeyinga. Sá leikur verður að vinnast.
Hvað er annars málið með Wales? Eru með fullt hús eftir 4 leiki...Hvet alla til að líta á stöðuna í riðlunum á Textavarpinu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home