Heimsins bezta bull

09 apríl 2003

Við Sössi Bumba erum búnir að fá okkur full sadda af þessu fjöltengisbulli. Þetta drasl er semsagt alveg hætt að virka eftir margítrekaðar tilraunir. Ég mun skila því heim til föðurhúsanna (Orkuveitu Reykjavíkur) á morgun...Ég sendi þjónustufulltrúa fjöltengisins hjá OR eftirfarandi e-mail í morgun...

Sæll Rúnar

Þann 18.febrúar kl. 10.12 sendi ég ykkur e-mail og kvartaði yfir hversu léleg fjöltengistengingin væri í Íbúðinni minni (Hofsvallagata 19). Ég fékk mjög góð viðbrögð og þið senduð til mín viðgerðarmenn samdægus. Að þeirra sögn var ekkert að Magnaranum og vildu þeir kenna lélegum raflögnum um (Án þess að kanna það nánar). Á þessum tímapunkti "virkaði" aðeins ein innstunga í íbúðinni. Ég ákvað að sætta mig við það...en fljótlega datt sambandið einnig af þessari innstungu. Reyndar kom linkljós á módemið en ekkert samband komst á við netið; heldur kom error 752, (að mig minnir) sem fólst í því að tölvan virtist ekki kannast við notendanafnið og lykilorðið (sem hafði margoft gerst áður) . Ég hringdi í þjónustusíman 5166060 (eins og ég hef gert oft áður) og sagði tæknimanni frá vandamálinu. Hann sagði að þessi villa þýddi að MAGNARINN væri bilaður og ætlaði að senda viðgerðarmann á staðinn. Ekkert bólaði á viðgerðarmanni næstu daga...Þar til ég hringdi aftur fyrir um viku síðan. Eftir þessa "viðgerð" á magnaranum þrælvirkaði tengingin í um 4 daga...en er dottin út aftur í þessum skrifuðu orðum. Ég er orðinn langþreittur á þessum vandamálum...sem hafa verið nær látlaus síðan reynsluvikan var liðin (í október á síðasta ári en þá virkaði fjöltengið fínt) og mun ég skila þessu módemi til ykkar á morgun...Þar sem tæknimaðurinn komst svo skemmtilega að orði og sagði að MAGNARINN væri bilaður væri ósköp fínt að fá eitthvað endurgreitt ...þá skal ég láta málið niður falla...

Með bestu kveðju

_________________________
Jón Árni Bjarnason
Malning ehf.
Laboratory,
Dalvegi 18,
200, Kopavogi
ICELAND
--------------------------
tel: 5806000
GSM: 8485908

En allavega hugsið ykkur tvisvar um áður en þið fáið ykkur fjöltengi frá Orkuveitu Reykjavíkur...Bölvað drasl...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home