Heimsins bezta bull

23 apríl 2003

Ég er þekktur fyrir að vera arfaslakur spámaður hvað knattspyrnuleiki varðar...Því er bezt að líta yfir næstu vikur í fótboltanum...sem virðast ætla að verða mjög líflegar hvað Evrópu snertir.

Meistaradeildin heldur áfram í kvöld. Ítölsku liðin; Inter og Juventus komu á óvart í gær og slógu út Spænsku stórveldin Valencia og Barcelona, og eru komin áfram í undanúrslit. Í kvöld mætast svo Man. United og Real Madrid, annars vegar og AC Milan og Ajax hins vegar. Ég tel að Man United vinni upp 2 marka forskotið, sem Real náði í fyrri leik liðana, strax í fyrri hálfleik. Þeir bæta svo við öðru marki snemma í þeim síðari og vinna svo leikinn annað hvort 3-0 (3-4 samanlagt), eða þá eftir framlengingu ef Real nær að pota inn einu marki. Í hinum leiknum munu AC Milan vinna nokkuð örugglega 2-0. Þ.a. í undanúrslitum munu því mætast AC Milan-Inter og Man U-Juventus. Mín spá er svo að AC Milan og Man U muni mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hvað Ensku úrvalsdeildina varðar þá munu röð efstu liða verða eftirfarandi: Man United, Arsenal, Liverpool, Chelsea...Þau lið sem munu falla eru Sunderland, W.B.A og Fulham.

Mér þykir það mjög leitt hvað ég er hliðhollur Man United í þessari spá en þar sem ég hef í 99% tilfella rangt fyrir mér þurfum við ekki hafa neinar áhyggjur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home