Heimsins bezta bull

17 október 2003

Það er flöskudagur í dag...Í kvöld er stefnan tekin á Vídalín til að fylgjast með hinni verðandi frægu hljómsveit Handsome Joe, sem verða væntanlega spilandi glaðir á Airwaves tónlistarhátíðinni, rétt um miðnættið í kvöld...Horfi samt væntanlega einhversstaðar fyrst á Idol-stjörnuleitina sem verður betri og betri með hverjum þættinum...

Brandari í tilefni dagsins...

Kúreki sem var búktalari hitti indíána á förnum vegi í Fljótshlíðinni fyrir skemmstu...þeir hófu tal saman:

Kúreki: Hey, flottur hundur. Er þér sama þó ég tali við hann?

Indíáni: Hundur ekki tala.

Kúreki: Heyrðu hundur, hvernig hefurðu það??

Hundur: Ég hef það fínt

Indíáni: [Undrunarsvipur]

Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]

Hundur: Jamm.

Kúreki: Hvernig fer hann með þig?

Hundur: Mjög vel. Hann fer með mig út að ganga tvisvar á dag, gefur mér góðan mat og fer með mig niður að vatninu einu sinni í viku og leikur við mig.

Indíáni: [trúir ekki eigin eyrum]

Kúreki: Er þér sama þó ég tali við hestinn þinn?

Indíáni: Hestur ekki tala.

Kúreki: Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?

Hestur: Komdu sæll kúreki.

Indíáni: [Undrunarsvipur]

Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]

Hestur: Jamm.

Kúreki: Hvernig fer hann með þig?

Hestur: Nokkuð vel, þakka þér fyrir. Hann fer reglulega í útreiðartúra, kembir mér oft og lætur mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.

Indíáni: [Gjörsamlega hissa]

Kúreki: Er þér sama þó ég tali við kindina þína.

Indíáni: Kind ljúga.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home