Heimsins bezta bull

04 september 2003

Þakka traustið drengir. Ég mun passa boltann voða voða vel...

Gott framtak hjá stjórnendum Fótbolti.net til að auka stemninguna á heimaleikjum landsliðsins...

En yfir í allt annað. Las helgarblað DV í gær og rakst á ansi skondna frétt. Um var að ræða viðtal við tvær stelpur um tvítugt sem voru mjög ósáttar yfir því að kortafyrirtæki treystu þeim fyrir kreditkortum. Önnur stúlkan hafði fengið sér svokallað Svart kort hjá Visa sem bíður uppá 40000 kr heimild án tryggingar. Einhverra hluta vegna hélt þessi stúlka að þessar 40000 kr væri gjöf frá Visa. Þegar heimildin var búin fékk hún sér svo auðvitað bara annað kort frá öðru fyrirtæki (væntanlega Eurocard) og eyddi þeirri heimild líka. Auðvitað fékk hún á sig dráttarvexti vegna ógreiddra skulda... sem enduðu með dómsátt þar sem henni var gert að borga 50000 kr á mánuði. (Hversu mikið tókst henni eiginlega að eyða!)

Það fáránlegasta við þessa grein var boðskapurinn; Kreditkortafyrirtækin (Visa og Euro) eiga ekki að fá að treysta ungu fólki fyrir kreditkortum, þá og því aðeins að bankarnir fái að fylgjast með eyðslunni.

Málið er svo einfalt. Ef þú treystir þér ekki að hafa stjórn á kredit-eyðslu þinni þá áttu ekki að nota kreditkort. Það kemur kortafyrirtækjunum né bönkunum nákvæmlega ekkert við hvað þú notar kortið mikið, svo framarlega sem þú borgar reikningana á réttum tíma...annars færðu á þig dráttarvexti...

Þær voru báðar ljóshærðar

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home