Heimsins bezta bull

05 ágúst 2003

Ég var í Reykjavík um verslunarmannahelgina...Horfði meðal annars á furðulegan leik milli Ajax og Liverpool á föstudagskvöldið...Það var aðalega tvennt sem vakti hvað mesta furðu...Kewell var á hægri kantinum! og Owen lék sem varnarsinnaður miðjumaður...Það eina sem var gott við þennan leik voru snilldartilþrif Dudeks í markinu...Sem betur fer missti ég af leik Liverpool og Galatasaray sem var, af sögn, enn verri...

Eitthvað eru menn á Liverpool.is óhressir með gengi Liverpool á þessu æfingarmóti...aðal ástæðan er líklega gott gengi Man U manna í pílagrímsferð sinni til Bandaríkjanna á sama tíma...Ég ætla samt að bíða aðeins með að örvænta...alla veganna eitthvað fram í byrjun ensku deildarinnar...og vonandi þarf ég ekki að örvænta neitt...því ég hef enn fulla trú á gott gengi Liverpool á komandi leiktíð...Það eina sem Húlli þarf að átta sig á er að Kewell á að spila vinstra meginn...og að Diouf er fanta-góður hægra meginn...

Laugardagskvöldið var ósköp skemmtilegt...Ég, Halli, Sössi, Mundi og Ísi skruppum í miðbæjarferð...Komum fyrst við á Nellys en fljótlega enduðum við á Gauknum, sem var aldrei þessu vant tómur. Þar var hljómsveitin Kung Fu að spila fyrir dansi...með Alla tvíbura í fararbroddi (sem kom alveg skemmtilega á óvart)...Mest kom til tíðinda hvað undirritaður getur orðið dulafullur undir áhrifum Magic, Vodka og appelsínusafa...en alla veganna rankaði ég við mér um 6-leytið; fékk mér Hlölla og rölti heim...Well, Halli minn, skulda þér víst miða á leik Íslands og Þýskalands...

Og það heppnast og já já

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home