Heimsins bezta bull

03 júlí 2003

Ríkisstjórnin okkar er alveg einstök. Byrja á því að halda því leyndu rétt fyrir kosningar að bandaríski herinn ætli að hverfa á braut nú í sumar. Síðan tekur hún Siglfirðinga í óæðri endann með því að fresta jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Reyndar var ég aldrei sáttur við þessi áform að gera þessi jarðgöng...Sérstaklega þar sem mikið þennslutímabil er í vændum vegna virkjannaframkvæmda á austurlandi...En heldur ríkisstjórnin að hún komist upp með að svíkja endalaust kosningaloforð?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home