Heimsins bezta bull

23 júní 2003

Kominn úr sumarfríi...Sem var í alla staði mjög gott. Ferðin norður byrjaði reyndar ekki vel þar sem kúplingin í "bílnum" fór sína leið. En með nýrri kúplingu var haldið norður til Akureyrar þar sem systir mín og kæsrasti búa. Gisti þar eina nótt og hélt eldsnemma af stað, laugardagsmorguninn 14.júní, í átt til Húsavíkur á bekkjarmót. Kom mér fyrir á ágætis gistiheimili; Árbóli um kl. 10.30. Bekkjarmótið byrjaði svo stundvíslega klukkan rúmlega 11 við grunnskólan á Húsavík. Þegar all flestir voru samankomnir og búið var að útdeila glæsilegum "79 árgangs bolum var að sjálfssögðu farið í stórfiskaleik og kíló, til að rifja upp gamla stemningu...Gísli Aðstoðarskólameistari (að mig minnir) leiddi okkur svo í gegnum skólan og sýndi okkur gömlu kennslustofunar og fór yfir þær breytingar sem hafa orðið síðustu ár...Eftir þetta var haldið í átt að íþróttahúsinu þar sem upphitun stuðningsmanna knattspyrnufélags Völsungs var í fullum gangi...fyrir stórleik Völsungs og Fylkis síðar um daginn.

Bíósýning, þar sem búið var að klippa saman allskonar gömlum myndum af "79-árganginum, var haldin í Bíói bæjarins (sem var miklu minna en mig minnti) kl. 12.40. Þessi mynd var mjög kostuleg á margan hátt...sérstaklega dansatriði undir velþekktu jólalagi sem undirritaður tók þátt í, þá 10 ára gamall...Um klukkan 13.30 hélt hópurinn, í leikskólabandi, í átt að knattspyrnuvellinum til að fylgjast með viðureign Völsungs og Fylkis, sem endaði því miður ekki allt of vel...þ.e. 1-5 fyrir Fylki (sem munu vinna Landsbankadeildina í sumar). Pizzurnar í hálfleik voru þó allaveganna alveg magnaðar. Eftir leikinn fóru allflestir á aðal veitingastað staðarins, Sölku, til að væta kverkanar en þar sem ég var ansi votur eftir regningarskúrir dagsins fékk ég mér smá "sundsprett" í sundlaug Húsavíkur. Aðstaðan þar var til mikillar fyrirmyndar, pottarnir góðir en sundlaugin alltaf jafn lítil (12,5 m á lengd).

Þegar ég kom svo á Sölku rúmlega fimm var mér sagt af starfsfólki staðarins að "79-árgangurinn hefði farið í fyrirkvöldmatspartý til eins úr árganginum; Gunnars og var þjónustan þvílík að mér var skutlað þangað af einum starfsmanni staðarins. Í partýinu tókst mér að klára eina Carlsberg-kippu (á tæplega tveim tímum) og var því restin af kvöldinu vægast sagt mjög skemmtilegt.

Hlaðborð var í boði á Hótel Húsavík...dregið var í sæti og tel ég mig hafa verið ansi heppinn með sætaval, Ég og Emil ásamt 6 stelpum ... Maturinn var fínn og spjallið og skemmtiatriðin enn betri. Uppúr miðnætti var svo haldið á ball á Sölku með stórhljómsveitinni The Hefners...en þess má geta að aðalsöngvari sveitarinnar er úr árganginum....
Var svo kominn að Árbóli uppúr klukkan 05 ansi vel léttur og glaður eftir snilldar bekkjarmót....

Nokkrar myndir frá bekkjarmótinu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home