Heimsins bezta bull

23 maí 2003

Botnleðju-tónleikarnir í gær voru hreint út sagt magnaðir. Hipp-hopparinn Móri hitaði upp og var þónokkuð ferskur. Hann flutti nokkur af sínu beztu lögum með diggri hjálp Messíasar og fleiri kumpána. Spennan magnaðist með hverju laginu sem svo náði hámarki þegar Botnleðja steig á svið. Næsti rúmi klukkutími leið allt of hratt, hvert snilldarlagið af öðru, af nýja disk Botnleðju: Iceland National Park, var flutt í bland við gömul af Drullumalli og Fólk er fífl. Stemningin var ólýsanleg. Tvö aukalög voru leikin í lokin...Fyrst var það Eurovisionlag Birgittu í ögn Rokkaðri útfærslu...og síðast en ekki síst "Þið eruð Frábær" af Drullumalli. Rock on!

Bandaríkjamenn eru ekkert allt of gáfaðir...byrjaðir að flytja inn HABL-sýkta menn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home