Heimsins bezta bull

14 maí 2003

Kosningahelgin er liðin, og það fyrir þónokkru síðan, og er allt útlit fyrir óbreytta ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með þó einhverjum tilfærslum ríkisráðuneyta milli flokka...Hverjum hefði annars dottið í hug að Framsóknarflokkurinn myndi bjarga stjórnarsambandinu fyrir nokkrum vikum...Enda kom nú glögglega í ljós máttur auglýsinga og kosningarloforða á fylgi stjórnmálaflokkanna...Hvaða stjarnfræðilega háu upphæðir þurfti Framsóknarflokkurinn eiginlega að borga til halda kjörfylgi sínu frá síðustu kosningum?

Í hádegisfréttunum í dag var talað um að Framsóknar-og Sjálfstæðisflokkur myndu byrja á því að safna saman upplýsingum um efnahagsástandið í landinu í sitt hvoru lagi áður en formlegar samningaviðræður hæfust um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Væntanlega til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir þeim skattalækkunum sem þeir lofuðu fyrir kosningar. Einhvern veginn grunar mig að þessum kosningaloforðum verði sópað undir næstu mottu í alþingishúsinu og geymd þar næstu árin...

Svona til að umheimurinn viti það, þá kaus ég Frjálslynda flokkinn...Eins og flestir vita þá er þeirra helsta stefnumál breyting á kvótakerfinu, sem veitir ekki af. Ég er kannski ekki fullkomlega sammála hvernig þeir ætla að framkvæma þessar breytingarnar, en nauðsynlegt er, að mínu mati, að hafa öfluga talsmenn þessa málaflokks inná alþingi okkar Íslendinga.

Jæja...ég er hættur að tala um pólitík í bili... Í kvöld mætast Real Madrid og Juventus í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Real eru 2-1 yfir og held ég mig ennþá við þá spá að Real muni mæta AC Milan í úrslitunum...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home