Mikið um að vera í dag...Í fyrsta lagi hefur KSÍ boðað til blaðamannafundar klukkan 13.30 þar sem þjálfaramál karlalandsliðsins í knattspyrnu verða rædd. Netmiðillinn Fótbolti.net vill meina að þar verði tilkynnt afsögn Atla Eðvaldssonar sem landsliðsþjálfara...Svo eru kosningarnar á næsta leiti...sem þýðir fullt af fríum veigum í boði stjórnmálaflokkanna í kvöld sem hlýtur að teljast mjög gott. Síðan var ég að lesa í DV rétt í þessu að Liverpool muni ganga frá samningum við hægri bakvörð Fulham; Steve Finnan, eftir helgi og að samningaviðræður við Damien Duff séu á næsta leyti...Þvílik gríðarleg hamingja.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home