Það er komið sumar...alla veganna í Kópavoginum. Léttskskýjað, lítill vindur og bara sæmilegur hiti...Skrapp í Hagkaup núna í matartímanum til að kaupa afmælisgjöf fyrir Sössa Bumbu...og svo auðvitað Carlsberg bjór til að sötra í kvöld í þessu Viðskiptafræðipartýi sem verður víst haldið í kvöld. Ekki það að ég stefni á viðskiptafræði...fyrr myndi ég ræna banka...Talandi um bankarán, eitt slíkt var framið í Hlíðarsmára rétt eftir klukkan níu í morgun. Hversu heimskir geta íslenskir bankaræningjar verið...því samkvæmt fréttum Bylgjunnar nú í hádeginu var maðurinn grímulaus og verður þ.a.l. fundinn í lok dagsins. Ætla þessir bankaræningjar aldrei að læra. Fyrir nokkrum mánuðum var framið svipað bankarán en þá asnaðist bankaræninginn til að nota nælonsökk...NÆLONSOKK...Og var fundinn eftir rúmlega viku. Lágmark að nota almennilega veiðilambúshettu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home