Heimsins bezta bull

19 maí 2003

Hver skapaði sýkla? Ansi mögnuð spurning sem hinn eini sanni mótmælandi Íslands spurði á Laugarásveginum í morgun...

Bankaræninginn gaf sig sjálfur fram....Sagðist hafa notað peningana til að borga fíkniefnaskuld. Sýnir hvað þessi fíkniefnaheimur er orðinn geðveikur. Maðurinn vildi semsagt frekar enda í fangelsi í hálft ár frekar en að lenda í handrukkurum...sem er svosum ekkert skrítið.

Það var mjög gaman á föstudaginn. Ég byrjaði á því að sækja Ægi "Smu" Pétursson uppúr klukkan 20 og stefndum við rakleiðis í átt að Engihjallanum til hans Jóns Hrotta. Þar var Carlsberg kippan drukkin með beztu list í bland við Öryggismyndavéla-og Djúpulaugargláp. Rúmlega 23 var svo skakklappast í átt að HK heimilinu í svonefnt viðskiptafræðipartý...Þar var margt um manninn, svo margt að ég meiraaðsegja rakst á heilan helling af fólki sem ég þekkti. Var orðinn ansi vel drukkinn á þessum tímapunkti...Enda farinn að reyna að opna bjórflöskum með bjórdósum sem hvað hendurnar varðar er ekkert allt of sniðugt. Næst var farið í átt til Reykjavíkur í strætóum...og var farið á Felix, sem eitt sinn var Sportkaffi. Þar var dansað í gríð og erg...Allt þar til ég og Tommi Bumba ákváðum að fara á Gaukinn til að fylgjast með stuðbandinu Buff.

Á Gauknum var ótrúlega fátt um manninn, miðað við það að aldrei þessu vannt var frítt inn. Þar var drukkinn eplasnaffs og skakklappast enn meir þar til ansi mikil þreyta fór að leggjast yfir uppúr kl. 03...Þá var Tomminn yfirgefinn og rölti ég yfir á hinn magnaða stað De BoomKikker. Þar sátu Halli Bumba og frú á sumbli...Fljótlega fór hungrið að segja til sín og var Hlölli borðaður vegna of mikillar örtröðar á Nonna. Að lokum var hóað í leigubíl og áætlaður komutími á Hofsvallagötu uppúr kl 04 varð að veruleika...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home