Í síðustu viku fullkomnaði ég Radiohead-safnið mitt; Keypti Pablo Honey og The Bends á 2 fyrir 2.200 kr og nýju plötuna Hail to the Thief á 1899 kr. Í tveimur orðum eru lagasmíðarnar á Hail to the Thief; Algjör Snilld. Skilgreiningin á "Algjörri Snilld" er "vaxandi áhugi á tónlistinni"...Við fyrstu hlustun rennur diskurinn vel í gegn en vekur engin sérstök viðbrögð en með hverri hlustuninni á fætur annarri verður tónlistin betri og betri og við fimmtu hlustun finnur maður fyrir ákveðinni sælutilfinningu og hugsar: "Þeir gerðu það aftur!"..."Bjuggu til algjöra snilld!" Ekki það að Kid A og Amnesiac hafi verið slæmar plötur, alls ekki...það vantaði bara þessa sælutilfinningu sem blossaði upp við fimmtu hlustun á OK Computer...En hún er kominn aftur...Hail to the Thief ER málið næstu mánuðina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home