Heimsins bezta bull

03 júlí 2003

Í gær sá ég auglýsingabækling þar sem söngleikurinn Grease, sem er víst sýndur í Borgaleikhúsinu þessa dagana, var auglýstur...og varð verulega óhress og fylltist mikilli skömm útí þá auglýsingastofu sem bar ábyrgð á þessum hræðilega og niðurlægjandi bæklingi...Það var semsagt búið að klína allmörgum stjörnum á íslenska þjóðfánann! Ekki veit ég betur en að íslensku fánalögin séu ein þau ströngustu í heimi og var ég næstum því búinn að hringja á lögregluna til að tilkynna þessa svívirðingu á íslenska fánanum! Hér með skora ég á Halla Bumbu til að skoða þennan bækling til að samræma aðgerðir í þessu alvarlega máli....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home