Heimsins bezta bull

28 janúar 2004

Nöldur dagsins...

Var að flétta yfir Fréttablaðið áðan og varð ansi hissa að sjá heilssíðu auglýsingu frá Egils...Þar stóð: "Ósvikinn bjór er bruggaður á sykurs" yfir mynd sem sýndi annars vegar Viking Bjór og Egils Gull...og var strásykurslok yfir Viking bjórnum...Í smá letrinu stóð: "Egils gull er alvörubjór bruggaður samkvæmt aldargamalli aðferð enda sýna bragðkannanir að Íslendingum finnst hann bestur á bragðið. Íslendingar þekkja muninn á alvöru bjór og skyndibruggi."

Aðra eins bullauglýsingu hef ég sjaldan lesið...Í fyrsta lagi er Viking bjór MIKLU betri en Egils Gull verður nokkurn tímann...enda er Gullið nánast ódrekkanlegur andskoti að mínu mati. Það eitt að þeir séu að reyna að slá ryki í augun á lesendum Fréttablaðsins með þessari auglýsingu er aðhlátursefni...En þeim tekst samt að bæta gráu ofaná svart með nýja slagorðinu sínu neðst á síðunni..."Egils Gull, alvöru bjór - alvöru bragð...

Óskarstilnefningarnar voru birtar í gær...Lord of the Rings; The Return of the King fékk 11 tilnefningar...Allt gott og blessað með það en er ekki frekar dularfullt að enginn af leikurum myndarinnar eru tilnefndir sem bestu leikarar-eða aukaleikarar...Tilnefningarnar má lesa hér.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home