Heimsins bezta bull

05 febrúar 2004

Örlögin leiddu mig á Gauk á stöng í gær þar sem Manchester City var að keppa við Tottenham í enska bikarnum. Áhugi minn á þessum leik var þónokkur þar sem Árni Gautur, landsliðsmarkvörður með meiru, stóð á milli stanganna hjá City-mönnum. Þegar ég settist niður var staðan 2-0 fyrir Tottenham og voru City-menn arfaslakir...Fyrrum Liverpool-maðurinn Christian Ziege skoraði svo fljótlega glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu svona til að ganga algjörlega, að ég hélt, frá áhugalausum City-mönnum...Til að kóróna allt var svo einn leikmanna City-manna rekinn útaf vegna kjaftbrúks við dómara á leið inn í búningsherbergin í hálfleik...Vissi ekki að hægt væri að reka menn útaf þegar búið er að flauta til leikhlés...

Það sem gerðist í seinni hálfleik var kraftaverki líkast...Hvað Kevin Keegan, þjálfari City-manna, sagði við sína menn í hálfleik, þyrfti hann að deila með vini sínum Gerald Húllíer. Því það var engu líkara en að Tottenham-menn hafi verið einum færri...Þeir voru gjösamlega yfirspilaðir af frískum City-mönnum sem uppskáru af lökum sanngjarnan 3-4 sigur!...Og ekki var leiðinlegt að fylgjast með "okkar manni" á milli stangana í seinni hálfleik...Sérstaklega þegar hann varði aukaspyrnu frá áðurnefndum Ziege í slánna...Frá slánni barst boltinn á Gústafó Poyett sem reyndi að skallann í autt markið en á einhvern óútskýrðan hátt tókst Árna að verja boltann á marklínunni...snilldartilþrif.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home