Heimsins bezta bull

13 mars 2005

Keypti nýja The Mars Volta diskinn fyrir nokkrum vikum; Frances The Mute. Mögnuð tónlist. Einhverra hluta vegna hefur þessi hljómsveit algjörlega farið fram hjá mér. Rakst hins vegar á umfjöllun um diskinn í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum...og var fljótur að næla mér í eintak...

Diskurinn þarf töluverða hlustun...Minnti all rækilega á þá tíma þegar ég uppgötvaði Radiohead (Ok Computer) fyrir allmörgum árum...

Ekki það að ég sé að líkja þessum hljómsveitum saman...En tilfinningin eftir 4-5 hlustun er mjög svipuð...Mjög góð :D

Er nú þegar að vinna í því að fá fyrsta diskinn þeirra Mars Volta manna...sem ku einnig vera frábær...

En yfir í allt annað...Á hvaða lyfjum eru höfundar Pú og Pa teiknimyndanna sem birtast í reglulega í Fréttablaðinu? :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home