Heimsins bezta bull

28 mars 2006

Tók þátt í mínu öðru Pool-móti í gær á Sportbarnum. Gekk ósköp svipað og síðast vann fyrsta leikinn 2-1, en tapaði svo tveimur í röð 3-1. Held ég eigi samt fullt erindi í þessi mót. Var óheppinn í þessum tveimur leikjum og tapaði báðum úrslitaleikjunum á svörtu :/(forgjafarkerfi; þeir þurftu að vinna 3 á móti 2).

Ætla að fara í pool-kjuða leiðangur á eftir :) Athuga þá úrvalið hjá Snóker og pool stofunni Lágmúla og einnig verslun sem ég fann með hjálp Google í gær; S.V.Sverrirson heildverslun, Suðurlandsbraut 10. Þessir Kruger kjuðar líta nefninlega mjög vel út.

Það er helst í fréttum að ég er hættur að vinna hjá Skúlason ehf eftir rúmlega 4 ára starf. Fékk einfaldlega nóg af þessu braski þeirra. Fékk í síðasta mánuði aðeins hálf laun útborguð þann 5.mars og restin kom 20. mars. Veit hins vegar að þetta fyrirtæki er með allt niðrum sig hvað rekstur varðar. Ætlaði reyndar fyrir löngu að vera hættur þarna, en íbúðarsalan (já seldi íbúðina í byrjun mars :) gerði mér það loksins mögulegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home