Heimsins bezta bull

10 desember 2007

Ég er þessa stundina að læra fyrir fyrsta lokaprófið á seinni haustönn í Umhverfisskipulaginu á Hvanneyri. Námsefnið er Saga og þróun garða. Sem er mjög áhugavert námsefni. Er í dag búinn að skoða upphaf garðmenningar (Mesópótanía/Egyptaland), Garða í Austurlöndum fjær (Chahar Bagh garða), Klaustur-og kastalagarða og Endurreisnargarða. En á Eftir Barrok garða, Rómatíska garða, Samsetta garða, Arts and Craft garða, Nútíma garða og þróun íslenska garðsins frá landnámi til okkar tíma. Nóg eftir en það sem bjargar þessu er að þetta er alveg rosalega áhugavert námsefni. Hljómar hálf geðveikislega en ég skal aðeins reyna að sannfæra ykkur ;)

Um allan heim er til gríðarlegt magn af fallegum görðum, og ótrúlegt hvað konungar og keisarar fyrri tíma lögðu á sig til búa til fallegan garð. Oft á tíðum var það gert fyrir eiginkonunar en einnig til að sína fram á vald sitt. Í upphafi voru þetta frekar lokaðir garðar og áhugavert að skoða hvernig sumar þjóðir urðu fyrir miklum áhrifum af öðrum t.a.m eru klausturgarðar nauðalíkir grísku húsagörðunum.

Fjörið byrjar samt ekki fyrir alvöru fyrr en Endurreisnar og Barrok garðarnir verða að veruleika. Endurreisnargarðarnir voru fyrst til á Ítalíu frá um 1350 og þróuðust allt til ársins 1650. Ítalía er hæðótt land og voru hæðarnar stallaðar til að búa til flatir í hallandi landi, og var Medici ættin hvað duglegust að búa til garða. Frá Ítalíu barst svo endurreisnin til meginlands Evrópu. Barst m.a. til Þýskalands og Frakklands. Frakkland er mun sléttara land og þróaðist því endurreisnar-listin þar enn frekar.



Svo má segja að Frakkar, þá aðalega konungsbornir menn hafi rifið endurreisnina uppá nýjan stall; Barrok en þá urður gríðarmiklir ásar í gegnum garðana mest áberandi. Besta dæmið um Barrok stílinn er sennilega Versalir í París. Englendingar hinsvegar ákváðu að vera aðeins lágstemdari en Frakkar og þróuðu Rómantíska stílinn.



Jæja best að halda áfram að læra...Hlakka annars mikið til þegar prófin klárast, get þá loksins komist í alvöru jólaskap. Fer sennilega beint til Akureyrar til að mála nýju íbúð systur minnar og verð þar að mér skillst líka um áramótin.

bæjós

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home