Heimsins bezta bull

23 nóvember 2003

17 dagar í Muse tónleikana!!!

Vikan sem leið var ótrúlega róleg...Fyrir utan kreditkortaeyðslu...Ef MasterCard sér ekki sóma sinn í því að bjóða mér á Lord of the Rings; Return of the king frumsýninguna, þá verð ég bara pirraður...Fór svo á Hvuttadaga í gær í reiðhöll Gusts í Bæjarlind...Þvílíkt endalaust magn af hundum hef ég sjaldan séð...

Eftir að allt hafði farið í hundana horfði ég á Chelsea leggja Southampton 0-1 á útivelli...Alveg einstaklega leiðinlegur leikur...Samt líklega ekki eins leiðinlegur og 0-0 jafntefli Middlesborough og Liverpool sem fór fram á sama tíma...Samt flott mark hjá Mario MELSJÍOTT af öllum mönnum...

Eftir vinnu klukkan 13 er stefnan tekin á dýrindist hádegismat hjá tengdó...og svo verður tekið á því í sporthúsboltanum í kvöld...

Stubbar segja bless bless



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home